Við þurfum öll að læra að tala við heiminn upp á nýtt.

 

 

Samskiptafélag

Með sameiningu Aton og Jónsson & Le’macks verður til nýtt og öflugt samskiptafélag, sem sérhæft er í ráðgjöf varðandi samskipti og stefnumótun. Hjá Aton.JL starfa sérfræðingar með fjölbreytilegan bakgrunn sem gerir félaginu kleift að nálgast og skipuleggja samskipti viðskiptavina sinna með heildstæðum hætti.

 

Umhverfið

Samskipti hafa alltaf verið forsenda árangurs í samfélögum og viðskiptum. Vönduð upplýsingamiðlun er mikilvæg forsenda velgengni og möguleikarnir á að hreyfa við fólki og móta framvindu mála eru fleiri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Með nýjum samskiptaleiðum skapast tækifæri og þá skiptir máli hvernig við tölum saman, hvað við segjum og hvenær.

 

Starfsfólkið

Við hjá Aton.JL búum yfir víðtækri reynslu, þekkingu og tengslaneti úr atvinnulífi, skapandi greinum, stjórnsýslu, stjórnmálum, fjölmiðlum, markaðssetningu og vörumerkjastjórnun. Við trúum því að helstu sóknarfæri viðskiptavina okkar felist í traustum og áreiðanlegum samskiptum.

Sjá starfsfólk →